SUMARLEIKHÚS ÆSKUNNAR Í HÚNAÞINGI VESTRA
  • Heim
  • Fréttir
  • Hafa samband
  • Heim
  • Fréttir
  • Hafa samband
Search

Greta Clough leikstýrir Sumarleikhúsi æskunnar,  Arnar Hrólfsson aðstoðarleikstjóri.

6/3/2020

0 Comments

 
Picture
(Mynd af uppsetningu Michael Grandage af Draumi á Jónsmessunótt fyrir Noel Coward leikhúsið, 2013)
Hjá Sumarleikhúsi æskunnar í ár er það sjálfur listrænn stjórnandi brúðuleikhússins Handbendi, Greta Clough, sem leikstýrir styttri leikgerð á verki William Shakespeare, Draumi á Jónsmessunótt. Arnar Hrólfsson verður aðstoðarleikstjóri. Greta er verðlaunuð leikhúskona og verk hennar hafa verið sýnd um heim allan. Hún er þekkt fyrir ástríðu og hugmyndaauðgi í leikhúsvinnu með ungu fólki. Á síðasta ári vann hún að eftirfarandi sýningum: Sæhjarta (Ísland), The Further Adventures of the Owl and the Pussycat (Little Angel Theatre, Bretland), FORM (Ísland), og var leikstjóri brúðuleiks í íslensku kvikmyndinni Dýrið. Hér á heimaslóðum setti Greta upp Skógarlíf (2019) og Snædrottninguna (2018) fyrir Leikflokk Húnaþings vestra. Hún lauk námi frá East 15 Acting School í Lundúnum en ástríða hennar fyrir leikhúsi var vakin þegar hún var 13 ára gömul og hún hóf að leika með áhugaleikhúsinu í sínu nærumhverfi, í hinum dreifðu byggðu Vermont-fylkis í Bandaríkjunum. Þegar hún var 16 ára stofnaði Greta sitt fyrsta leikfélag – The Idle Hands – sem framleiddi og skapaði rómaðar sýningar samdar af, og fyrir, ungt fólk með stuðningi atvinnufólks af svæðinu. 22 árum síðar er það henni sönn ánægja að styðja ungt fólk sem er að taka fyrstu skrefin í sviðslistum.
0 Comments



Leave a Reply.

    Handbendi

    Archives

    June 2020
    March 2020
    June 2019
    May 2019

    Categories

    All

    RSS Feed

Proudly powered by Weebly
  • Heim
  • Fréttir
  • Hafa samband